Í hverfi Álftabyggðar á Flúðum er nýlegur heilsársbústaður í eigu FVFÍ. Hann er 60 fermetrar, þrjú svefnherbergi, stofa, eldhús og bað. Svefnpláss fyrir 8 manns. Stór útiverönd er ásamt heitum potti, garðhúsgögnum og gasgrilli. Þetta er glæsilegur bústaður, búinn öllum nútímaþægindum. Í stofu er sjónvarp, DVD, útvarp og geislaspilari. Þá er nokkurt úrval af bókum og blöðum. Í eldhúsi er fullkomin eldavél, örbygjuofn og önnur helstu rafmagnstæki. Leiktæki eru á lóðinni. Stutt er í ýmsa afþreyingu, t.d. er fullbúinn 18 holu golfvöllur rétt hjá bústaðnum. Á Flúðum er sundlaug, hótel, matvöruverslun, banki og pósthús. Skemmtileg dagsferð er t.d. á Gullfoss og Geysi og ekki er nema u.þ.b. hálftímaferð í Laugarás og Skálholt. Leiðbeiningar frá Flúðum. Keyrt sömu leið og að Flúða golfvellinum. Yfir brúnna eftir Skeiða- og Hrunamannavegi og þegar kemur að hringtorginu taka þá Hvítárholts afleggjarann. Bústaðurinn er þá sýnilegur fljótlega til hægri og er beygjan inn að honum merkt Álftabyggð.
Húsið er 70fm. að grunnfleti ásamt 20fm. svefnlofti. Gistiaðstaða er fyrir 10-12 manns. Við húsið er rúmgóð verönd með gasgrilli, garðhúsgögnum og heitum potti. Stofan er vel búin húsmunum og er með DVD og sjónvarpi. Á neðri hæð eru tvö svefnherbergi, annað með hjónarúmi og ferðarúmi fyrir ungabörn en hitt með koju og rúmi. Á svefnlofti eru 2 rúm og 4 dýnur. Í eldhúsi eru öll algeng eldhúsáhöld og rafmagnstæki s.s. eldavél, ofn, örbylgjuofn, ísskápur, kaffivél, samlokugrill, blandari, vöfflujárn, þeytari og brauðrist. Barnastóll er til staðar. Salerni er með sturtuaðstöðu. Í skáp milli eldhúss og baðherbergis er þvottavél. Húsið er á fallegum stað í miðjum Húsafellsskóginum og stendur við Kiðárskóga 4. Margt áhugavert er í nágrenninu til að skoða og er öll helsta þjónusta til staðar t.d þjónustumiðstöð, sundlaug, verslun og veitingastaður. Hægt er að fara í golf, skoða hina þekktu hella Víðgemli og Surtshelli, veiða í Norðlingafljóti, einnig eru skipulagðar ferðir á Langjökul og margt fleira í boði. Sjá vefsíðu þjónustuaðila í Húsafelli. Sjá vefsíðu Húsafell Giljaböð
Í húsinu eru þrjú svefnherbergi með gistimöguleika fyrir 8 manns. Í alrými hússins er góður eldhúskrókur, borð- og setustofa. Tvær snyrtingar eru í húsinu, önnur hluti af baðaðstöðu sem tengist pottrými en hin deilir rými með þvottaherbergi inn af inngangi hússins. Í þvottarými er hægt að stilla loftræstikerfi og er mælt með að það sé notað þegar mikil notkun er t.d. á heitum potti og baðherbergi til að koma í veg fyrir rakamyndun. Heitapottrýmið er inni í húsinu en með beinu aðgengi út á suðurverönd í gegnum aðra af tveimur svalahurðum. Við veröndina er steinsteypt skjólgirðing og heim að húsinu er steinsteypt stétt, útbúin snjóbræðslukerfi. Stór geymsla með sérinngangi er í húsinu en þar geta gestir t.d. borið á skíði sín og geymt og þurrkað ýmsan viðlegubúnað. Bílhleðslustöð er við aðalinngang en ekki er hleðslukapall á staðnum. Aukalykill fyrir húsið hangir á vegg við fatahengi í anddyri og með honum er einnig RFID lykill sem er notaður til að aflæsa bílhleðslustöð. Nespresso kaffivél er á staðnum. Hellulögn fyrir framan og meðfram húsi er ekki hugsuð fyrir bílaumferð, en gerð er undantekning þegar bifreið er í hleðslustöð við inngang. Félagsmenn eru annars hvattir til að forðast með öllu að keyra eða leggja á hellulagða hlutanum á stéttinni fyrir framan innganginn.
Í Suðursveit í Austur Skaftafellssýslu eru tveir bústaðir. Leigutími er yfir sumartímann, þ.e. frá því í byrjun júní fram í september. Húsin eru notaleg, en aðeins komin til ára sinna. Svefnherbergi eru tvö. Þau eru ágætlega búin húsgögnum og öðrum búnaði. Geta 6-8 manns gist í einu í hvoru húsinu um sig.Umhverfið er mjög fallegt og stutt í margar skemmtilegar gönguleiðir. Húsin eru staðsett í u.þ.b. 60 km. fjarlægð frá Höfn í Hornafirði. Ágætis veiðivötn eru í Smyrlabjargarfjalli og eru veiðileyfi seld á bæ á leið til fjallsins. Merking er við veginn. Fluglalíf er mjög fjölskrúðugt í Suðursveit. Næsta sundlaug er í Öræfum 15-20 mín. akstur að Jökulsárlóni. Verslun er að Fagurhólsmýri en þangað er um 50 km. akstur. Hér má sjá staðsetningu bústaðanna á korti.
Í Suðursveit í Austur Skaftafellssýslu eru tveir bústaðir. Leigutími er yfir sumartímann, þ.e. frá því í byrjun júní fram í september. Húsin eru notaleg, en aðeins komin til ára sinna. Svefnherbergi eru tvö. Þau eru ágætlega búin húsgögnum og öðrum búnaði. Geta 6-8 manns gist í einu í hvoru húsinu um sig.Umhverfið er mjög fallegt og stutt í margar skemmtilegar gönguleiðir. Húsin eru staðsett í u.þ.b. 60 km. fjarlægð frá Höfn í Hornafirði. Ágætis veiðivötn eru í Smyrlabjargarfjalli og eru veiðileyfi seld á bæ á leið til fjallsins. Merking er við veginn. Fluglalíf er mjög fjölskrúðugt í Suðursveit. Næsta sundlaug er í Öræfum 15-20 mín. akstur að Jökulsárlóni. Verslun er að Fagurhólsmýri en þangað er um 50 km. akstur. Hér má sjá staðsetningu bústaðanna á korti.