Upplýsingar eignar  -  Kiđárskógur 4 Húsafelli
Almennar upplýsingar
Nafn Kiđárskógur 4 Húsafelli Tegund Sumarbústađur
Svćđi Vesturland Öryggis kóđi
Heimilisfang
Lýsing
Húsið er 70 fm auk 20 fm svefnlofts. Gistiaðstaða er fyrir 10-12 manns. Við húsið er rúmgóð verönd með gasgrilli, garðhúsgögnum og heitum potti.

Stofan er vel búin húsmunum og er með DVD og sjónvarpi. Á neðri hæð eru tvö svefnherbergi, annað með hjónarúmi og ferðarúmi fyrir ungabörn en hitt með koju og rúmi. Á svefnlofti eru 2 rúm og 4 dýnur.

Í eldhúsi eru öll algeng eldhúsáhöld og rafmagnstæki s.s. eldavél, ofn, örbylgjuofn, ísskápur, kaffivél og Nespresso kaffivél, samlokugrill, blandari, vöfflujárn, þeytari og brauðrist. Barnastóll er til staðar.

Salerni er með sturtuaðstöðu. Í skáp milli eldhúss og baðherbergis er þvottavél.

 Húsið er á fallegum stað í miðjum Húsafellsskóginum og stendur við Kiðárskóga 4. Margir áhugaverðir staðir eru í nágrenninu og öll helsta þjónusta t.d. þjónustumiðstöð, sundlaug, verslun, veitingastaður og hótel.

Hægt er að fara í golf, Giljaböð, skoða hina þekktu hella Víðgemli og Surtshelli, veiða í Norðlingafljóti, velja á milli fjölda gönguleiða auk skipulagðra ferða á Langjökul.