Húsið er 108,5m2 að stærð, þrjú svefnherbergi.
Svefnpláss eru fyrir 7 manns, sængur og koddar fyrir 8. Borðbúnaður er fyrir 12 manns. Annar búnaður, ísskápur með frysti, örbylgjuofn, grill, brauðrist, kaffivél, samlokugrill, handþeytari vöfflujárn og önnur eldhúsáhöld. Þvottavél og þurrkari eru í húsinu. Heitur pottur á verönd.
Leigutaki skaffar sjálfur sænguver, lök, handklæði, salernispappír, tuskur og viskustyrkki.
2 rúm 160 cm, 1 koja 120 cm, efri koja 70 cm, barnarúm og barnastóll er í húsinu.
Í leigusamningi eru frekari upplýsingar um aðbúnað í húsinu.
Nettenging er til staðar.
Allt dýrahald er bannað í orlofshúsinu
Í Brekkuskógi er fjöldi góðra gönguleiða.
Laugarvatn, Gullfoss og Geysir. Stutt er í margvíslega afþreyingu svo sem sundlaugar, hestaleigur, húsdýragarð og golfvelli.
Hægt að kaupa sumarhúsaáskrift í Birkihlíð Brekkuheiði 15.
Þrif og rúmföt:
Þvottur & Lín ehf. á Flúðum bjóða upp á leigu á líni (rúmföt og handklæði) og þrif fyrir félagsmenn. Hægt er að fá upplýsingar um verð og afhendingu með því að senda póst panta@thvotturoglin.is eða hringja í síma 846-0845. Athugið að panta þarf lín og/eða þrif með a.m.k. tveggja sólahringa fyrirvara.
Leigjendur panta þrif og lín sjálfir og greiða fyrir þau beint til þjónustuaðila.