Óheimilt er að hafa hunda, ketti eða önnur gæludýr í leiguhúsnæði á vegum Orlofssjóðs VSFK nema sérstaklega komi fram í leigusamningi að það sé heimilt. Lausa ganga hunda í orlofsbyggðum 

Orlofssjóðs er bönnuð. Áhersla er lögð á að félagsmenn virði þessar reglur, ekki síst með það í huga að sýna ofnæmissjúklingum tillitssemi.

 

Sektir og viðurlög

 

Óþrifnaður: 15.000 kr. t.d. (óþrifinn heitur pottur, grill óþrifið og fl.)  

                        Að lágmarki 25.000 kr. ef kalla þarf út hreingerningar fólk.

Óheimil framleiga: 5.000 kr. fyrir hvern sólarhring sem leigutaki (félagsmaður VSFK) leigði húsið og tafarlaus brottvísun.

Óheimilar reykingar: Brottvísun

Gæludýr þar sem ekki er heimilt: Brottvísun

Tjón eða skemmdir á húsbúnaði: Ef kostnaður yfir 25.000 kr. þá getur félagsmaður misst rétt til að leigja eignir Orlofssjóðs VSFK næstu 2-5 ár.

 

Ef félagsmaður brýtur alvarlega af sér eða ítrekað getur hann átt á hættu að missa rétt sinn til að leigja eignir VSFK næstu árin.