Leigutaka ber að hafa leigusamning við höndina á meðan á dvöl stendur. Leigutaki ber ábyrgð á umgengni við orlofshús, orlofssvæði og aðrar eigur á vegum Orlofssjóðs VSFK eftir almennum reglum skaðabótaréttar og leiguréttar, þ.e. að almennt skulu greiddar skaðabætur sem nema þeim útgjöldum sem tjón bakar Orlofssjóði, ef tjóni er valdið af ásetningi eða gáleysi af félagsmanni eða gesti hans.

Leigutaki þarf að sjá um að húsið sé vel þrifið við brottför. Ef frágangi eða annarri umgengni er ábótavant áskilur VSFK sér rétt til að innheimta sérstakt gjald fyrir slæman viðskilnað. Ef um tjón eða skemmdir á húsbúnaði / eignum VSFK er að ræða þá er, auk kröfu um greiðslu kostnaðar, heimild til að áminna félagsmann. Honum gefst þó tækifæri á að skýra mál sitt við starfsmann VSFK áður en endanleg áminning verður ákveðin.

Reikningur fyrir þrifum og/eða skemmdum verður sendur félagsmanni og er gjaldfrestur reiknings 15 dagar. Sé hann ekki greiddur innan tiltekins frests verður reikningurinn sendur í innheimtu hjá lögfræðingi með tilheyrandi kostnaði.

Reykingar eru með öllu bannaðar í orlofshúsunum, þar með talið vape (rafrettur).