Tilkynna skal allar breytingar og afbókanir svo fljótt sem auðið símleiðis á skrifstofu VSFK eða á  netfangið vsfk@vsfk.is.

Leiga er aldrei endurgreidd ef tilkynning berst eftir að leigutími hefst.

Ef veikindi eða önnur meiriháttar áföll koma í veg fyrir orlofsdvöl skal tilkynna skrifstofu VSFK svo fljótt sem kostur er. Í slíkum tilfellum er heimilt að endurgreiða leigugjald gegn framvísun læknisvottorðs og uppfærist þá punktastaða. Ath. VSFK greiðir ekki fyrir læknisvottorð.

Ef veður eða aðrar óviðráðanlegar ytri aðstæður svo sem ófærð, aðvaranir lögreglu eða Veðurstofu koma í veg fyrir orlofsdvöl, endurgreiðir leigukostnað og uppfærir punktastöðu.

Ef leigutaki þarf að afpanta eða breyta orlofsdvöl þarf að greiða breytinga- eða skilagjald. Gjaldið er kr. 2.500 og áskilur stjórn Orlofssjóðs sér rétt til að endurskoða gjaldið árlega.