Húsið, sem er um 50 fm. að stærð, skiptist í stofu með eldhúskrók, bað og 2 svefnherbergi. Í  húsinu sem er allt ný endurgert er auk búnaðar í stofu, svefnaðstaða, sængur og koddar fyrir 6, eldhúsáhöld og borðbúnaður fyrir 8 manns, sjónvarp, dvd spilari, uppþvottavél, örbylgjuofn og gasgrill.

 

Við húsið er sólpallur, glæsilegur sólskáli og heitur pottur. Í Ölfusborgum er 38 húsa orlofsbyggð sem tekin var í notkun árið 1965. Þjónustumiðstöð er á staðnum. Hægt er að fá lánað barnarúm ef pantað er fyrirfram. 

 
Orlofshverfið er örstutt frá Hveragerði, raunar í göngufæri, þar er hægt að fá alla þjónustu og þar er ágætis sundlaug.  Einnig er stutt á Selfoss og ýmislegt að sjá í sveitunum í kring,  t.d. sjávarþorpin  Þorlákshöfn, Eyrarbakka og Stokkseyri og marga sögufræga staði í Árnessýslu.