Svignaskarð er í Borgarhreppi í Mýrarsýslu, í um 20 mín. akstursfjarlægð frá Borgarnesi eftir þjóðvegi 1.

Húsið er um  80 m2 að stærð og  skiptist í stofu með eldhúskrók, bað og 3 svefnherbergi. Í húsinu er auk búnaðar í stofu, svefnaðstaða fyrir 7, 10 sængur og koddar, eldhúsáhöld og borðbúnaður fyrir 12 manns, sjónvarp, dvd spilari, gasgrill, örbylgjuofn og sólhúsgögn. Við húsið er stór sólpallur og heitur pottur.

Í Svignaskarði er  30  húsa orlofsbyggð, sem tekin var í notkun um miðjan áttunda áratuginn. Umhverfið er kjarri vaxið og vel fallið til útivistar. Þjónustumiðstöð er á staðnum, með sameiginlegu gufubaði, þar er þvottavél til afnota fyrir gesti og hægt að fá lánað barnarúm ef pantað er fyrirfram. Upplýsingar um ferða- og afþreyingarmöguleika eru fúslega veittar og hægt að fá veiðileyfi í Langavatni.