Reglur og skilmálar

Öll verð og dagsetningar eru birt með fyrirvara um breytingar og innsláttarvillur.

Ef inneign í VR Varasjóði er notuð til að greiða fyrir leigu á orlofshúsi er hún undanþegin staðgreiðsluskyldu, að hámarki samtals kr. 67.000 á ári (m.v. árið 2023).

Vinsamlegast kynnið ykkur umgengnisreglur áður en þið leigið ykkur orlofshús.

Nánari upplýsingar um orlofshús VR eru hjá þjónustuveri VR í síma 510 1700 eða á netfangið orlofshus@vr.is

Tjaldsvæði Miðhúsaskógi:

Athugið að einungis eitt tjald/einn ferðavagn má fara í hvert stæði - hámrksleiga eru 10 nætur.

Aldurstakmark til að bóka tjaldstæði er 20 ár, miðað er við árið sem félagsmaður verður 21 árs.

Ekki er hægt að fá endurgreitt þegar bókun og greiðsla hefur verið gerð.


Reglur um orlofshús VR

1. Skipulag bókana orlofshúsa

Við úthlutun orlofshúsa hjá VR er notast við fyrirkomulagið fyrstur kemur, fyrstur 
fær.

Opnað er fyrir bókanir orlofshúsa hvers árs fyrrihluta janúarmánaðar og er það auglýst rækilega í miðlum VR.

Í fyrsta áfanga er opnað fyrir tímabilið júní til og með ágúst hjá þeim sem ekki höfðu fengið úthlutað orlofshúsi sl. þrjú sumur þar á undan. Leitast er við að hafa skrifstofur VR opnar að kvöldi fyrsta áfanga í um eina klst. fyrir þá sem ekki bóka á vefnum og einnig skal tekið við óskum í síma á sama tíma.

Í öðrum áfanga tveimur dögum síðar er opnað fyrir bókanir á sama tímabili fyrir þá sem leigðu orlofshús einhvern tímann á þremur síðastliðnum þrjú sumur.

Í þriðja áfanga um það bil viku síðar er opnað fyrir bókanir frá september til og með maí næsta ár á eftir.

Tímabil sem að ofangreinir geta færst til um nokkra daga eftir því hvernig helgi og frídagar lenda á mánaðarmótum.

Við bókanir þurfa félagsmenn að skrá sig inn á Mínar síður á www.vr.is með Íslykli eða rafrænum skilríkjum.


2. Greiðslur fyrir orlofshús

Ganga þarf frá greiðslu um leið og bókað er.

3. Fjöldi bókunardaga

Bóka verður lágmark 2 daga.

Helgar eru leigðar í heilu lagi, frá föstudegi og fram á sunnudag. Ekki er hægt að bóka hús frá og með sunnudegi.

Hámarksleiga í júní, júlí og ágúst eru 10 dagar. Hámarksleiga að vetri eru 18 dagar.

4. Afbókanir og endurgreiðslur

5. Dýrahald

Heimilt er að hafa gæludýr í 20 húsum VR - sjá lista hér að neðan. Lausaganga hunda er bönnuð, eigendur skulu þrífa upp eftir sína hunda. Hundar mega ekki valda öðrum gestum ónæði og ró þarf að vera á svæðinu frá miðnætti til morguns.

Flúðir                             
hús nr. 29 og 30

Miðhúsaskógur                
hús nr. 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 24 og 25


Lækjarbakki                    
hús nr. 21


Húsafell                          
hús nr. 9, 10 og 12


Fljótshlíð Hellishólar
hús nr. 16

Akureyri - Hálönd

Holtaland hús nr. 4 og 6

Hrókaland hús nr. 5


Í heildina verða því 20 hús þar sem má vera með gæludýr.

Brot á reglum getur valdið brottrekstri af svæðinu.

6. Slæm umgengni

Leigjendur sem gerast, með grófum hætti, brotlegir við ákvæði leigusamnings um þrif og umgengni geta bæði átt von á því að þurfa að greiða sekt og einnig að reiða af hendi greiðslu fyrir þrif eða viðgerð. Er slíkt metið hverju sinni. Ef um sérlega gróft brot er að ræða getur afleiðing þess einnig orðið sú að viðkomandi fái ekki að leigja orlofshús hjá félaginu um skilgreindan tíma.

7. Almennar reglur

i) Hafi orlofshúsið ekki verið nýtt á leigutímanum er ekki hægt að fá leigugjaldið endurgreitt eftir á. 

ii) Orlofshús eru ekki leigð til félagsmanna yngri en 20 ára og er miðað við árið sem þeir verða 21 árs.

iii) Ef inneign í VR varasjóði er notuð til að greiða fyrir leigu á orlofshúsi er hún undanþegin staðgreiðsluskyldu skatta, að því hámarki sem er í gildi hverju sinni samkvæmt skattmati hvers árs.

iv) Framleiga á orlofseignum VR er með öllu óheimil. Félagsmaður sem skráður er leigjandi ber fulla ábyrgð húsnæðisins á meðan það er í leigu á hans nafni.


Samþykkt á fundi orlofsstjórnar VR 22. ágúst 2018