Í Miðhúsaskógi á félagið alls 26 hús sem leigð eru til félagsmanna allt árið, um helgar og á virkum dögum. Hús 1-4 og 15-20 er gengið í gegnum baðherbergið út í heita pottinn. Í húsum 5-14 er gengið í gegnum stofuna út í pott. Hús nr. 5 hefur aðgengi fyrir fatlaða en að öllu öðru leyti eru þau eins. Hús 21-25 eru 37 fm og eru ætluð fyrir 2-4. Hús nr. 14B er stærra hús, alls 119 fm með svefnpláss fyrir 10 manns. Húsið er sérstaklega hannað fyrir hreyfihamlaða.

Sængur og koddar fylgja en ekki sængurfatnaður. Útvarps- sjónvarps- og dvd tæki eru í húsunum / íbúðunum.


Vaktsími umsjónarmanna 820-1791. OPIÐ mánudaga - fimmtudaga frá kl. 9-17    /   Föstudaga frá kl. 10:30-21   /  Laugardaga frá kl. 11-16  /  LOKAÐ sunnudaga.

 

Lykill er í lyklaskáp sem er við innganginn í húsið, lykli er skilað á sama stað.

ATHUGIÐ: Gæludýr eru leyfð í húsum nr.  1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 24 og 25.

Vinsamlega athugið að reykingar eru bannaðar.

 

Komutími kl. 17:00, brottför kl. 12:00, nema sunnudaga kl. 19:00

Áður en farið er heim aftur:

Þegar haldið er heimleiðis á ný þarf að gæta þess að ganga vel frá orlofshúsinu. Þvoið borðbúnað, eldhúsáhöld, takið úr uppþvottavélinni, þvoið gólf, gætið þess að gluggar séu vel lokaðir, kæliskápur sé hreinn og í sambandi á lægstu stillingu og að skrúfað sé fyrir allt vatn í vöskum og á baði. Skiljið innihurðir eftir opnar, dragið niður gardínur og læsið útihurð. Gestir eru vinsamlega beðnir um að taka allt sorp með sér og koma því í þar til gerða gáma.Smelltu hér til að sjá myndband af svæðinu