VR á fjögur hús Í Ölfusborgum með heitum pottum, hús nr. 1, 22, 25 og 27. Ölfusborgir eru í jaðri Hveragerðis. Þau er leigð til félagsmanna allt árið, húsin er í vikuleigu á sumrin.

Í húsinu eru tvö svefnherbergi og svefnpláss fyrir sex manns. Gasgrill og heitur pottur.

Vetrarleiga: Komutími kl. 17:00, brottför kl. 12:00, nema sunnudaga kl. 19:00.

Áður en farið er heim aftur:

Þegar haldið er heimleiðis á ný þarf að gæta þess að ganga vel frá orlofshúsinu. Þvoið borðbúnað, eldhúsáhöld, takið úr uppþvottavélinni, þvoið gólf, gætið þess að gluggar séu vel lokaðir, kæliskápur sé hreinn og í sambandi á lægstu stillingu og að skrúfað sé fyrir allt vatn í vöskum og á baði. Skiljið innihurðir eftir opnar, dragið niður gardínur og læsið útihurð. Gestir eru vinsamlega beðnir um að taka allt sorp með sér og koma því í þar til gerða gáma.Á sumrin eru húsin eingöngu í vikuleigu, frá föstudegi til föstudags, komutími kl. 17:00 og brottför kl. 12:00.

Vinsamlega athugið að reykingar eru bannaðar og gæludýr eru ekki leyfð.