Úthlutað er eftir punktum. Þeir eru reiknaðir út frá greiðslum í sjóðinn, einn punktur fæst fyrir hvern mánuð sem iðgjald er greitt. Til frádráttar koma úthlutanir.

Fyrir hvern mánuð sem félagi greiðir í Orlofssjóð VFÍ fær hann einn punkt eða samtals 12 punkta á ári. Mínuspunktar eru leyfðir að hámarki - 36 punktar.

Sumartímabil er frá 1. júní til 1. september. Fyrir síðustu vikuna í júní, allar vikur í júlí og fyrstu vikuna í ágúst eru dregnir frá 36 punktar. Fyrir aðrar vikur að sumri dragast frá 30 punktar.

Þetta þýðir til dæmis að þeir sem fá úthlutað á besta tíma að sumri á fyrsta eða öðru ári sem sjóðfélagar verða með mínus punkta, sem síðan vinnast upp.

Sama gildir um páska og vetrarfrís úthlutanir, það dragast frá 36 punktar.
Á öðrum tímum dragast frá þrír punktar fyrir hverja viku.

Frá sumri 2020 tók Ferðaávísun við af hótelmiðum sem eru ekki lengur í boði hjá seljendum gistingar. Vinsamlega kynnið ykkur vel upplýsingar þegar þið skráið ykkur inn á vef Ferðaávísunar. 

Enginn punktafrádráttur er við kaup á kortum (Veiðikorti o.fl.) eða gjafabréfum í flug.

Með tilkomu nýs orlofsvefjar var úthlutunarreglum og punktaútreikningi breytt. Við breytinguna var farið allt aftur til ársins 2005 og réttindi sjóðfélaga reiknuð að nýju. Hins vegar var ákveðið að við breytinguna flyttist enginn með meira en 120 upphafspunkta og enginn með mínus punkta yfir í nýtt kerfi.

Við samanburð á eldri og nýrri úthlutunarreglum kom í ljós að réttinda staða sjóðfélaga var sambærileg fyrir og eftir breytingu.