Góður bústaður skammt frá þjónustumiðstöðinni.

Bústaðurinn í Húsafelli er umvafinn gróðri og stendur á frábærum stað skammt frá þjónustumiðstöðinni. Stutt er í sundlaugina, á golfvöllinn og í verslunina. Bústaðurinn er í góðu skjóli frá öðrum bústöðum.

Svefnpláss er fyrir 6 - 7 (börn meðtalin).

Athugið að bústaðurinn er innst í botnlanga. (Númerin geta virst ruglingsleg). 

Í eldhúsi er eldavél með bakaraofni og stór ísskápur með frysti. Öll helstu eldhúsáhöld fylgja ásamt örbylgjuofni. Stofan er rúmgóð með borðkrók, svefnherbergi eru þrjú; tvíbreitt rúm er í tveimur herbergjum (160 x 200) og koja í einu herbergi. (Neðri kojan er 120x200 og efri koja einbreið (90x200). Í húsinu er ferðabarnarúm ásamt dýnu og barnastóll. Baðið er með skáp og sturtu. 

Í húsinu er sjónvarp, DVD spilari og útvarp. Í húsinu er nettenging. 

Umhverfis húsið er góður pallur með heitum potti og gasgrilli.

Þvottavél er í geymslu sem gengið er inn frá palli, á sömu hlið og útidyrahurð. Þar eru einnig grillið og útihúsgögnin geymd. 

Frá Húsafelli er stutt að fara í ferðir á Langjökul. Reykholt og Barnafossar eru í næsta nágrenni ásamt Surtshelli. Mikið er um fallegar og skemmtilegar gönguleiðir á svæðinu.

 

Athugið að stranglega bannað er framleigja bústaðinn til ættingja eða vina. 

Vanræki leigutaki að þrífa vel eftir sig fær hann fá á sig merkingu í orlofskerfinu og getur því ekki bókað hús á vefnum.

Orlofshúsin eru sameign sjóðfélaga, göngum um þau af alúð og sóma. Ef einhverju er ábótavant varðandi umgengni eða viðskilnað fyrri gesta vinsamlegast látið skrifstofu VFÍ vita.