Bústaðurinn er um 80 fermetrar, sérlega glæsilegur og rúmgóður, með stórri verönd og heitum potti.

Stutt er í einn besta golfvöll landsins, Kiðjabergsvöllinn. 

Þjónustumiðstöðin og tjaldsvæðið er opið frá 23. maí til 31. ágúst. 

https://www.lavavillage.is/thjonustumidstoedin

Í bústaðnum eru þrjú svefnherbergi með rúmstæði fyrir níu manns, en sængur og koddar eru fyrir tíu manns. Í eldhúsi er eldavél með innbyggðum bakaraofni, örbylgjuofn og uppþvottavél. Bústaðnum fylgir gasgrill, sjónvarp, DVD spilari, útvarp með geislaspilara og þvottavél. Barnarúm er í bústaðnum og barnastóll.
Á vetrum er hlið að orlofshúsasvæðinu lokað - lykla þarf að sækja á skrifstofu VFÍ.