Á vetrum (september til maí) er hlið að orlofshúsabyggð lokað. Lykla (fjarstýringu) þarf að sækja á skrifstofu VFÍ, Engjateigi 9, sem er opin virka daga 9-16. Lyklum þarf að skila á sama stað strax að dvöl lokinni.

Hliðið er opið á sumrin (júní til ágúst).

Á veturna er húsið leigt frá fimmtudegi sumrin, júní til ágúst. til fimmtudags, á sumrin frá föstudagi til föstudags. Komutími er kl. 17 brottfarartími kl. 12.

Bústaðurinn er um 80 fermetrar rúmgóður, með stórri verönd og heitum potti.

Stutt er í einn besta golfvöll landsins, Kiðjabergsvöllinn. 

Í bústaðnum eru þrjú svefnherbergi með rúmstæði fyrir að hámarki átta manns. (Hjónaherbergi með tvíbreiðu rúmi (160 x 200) barnaherbergi með tveimur kojum (4 rúmstæði, 70 x 200) og herbergi með rúmi, ein og hálf breidd (120 x 200).

Í eldhúsi er eldavél með innbyggðum bakaraofni, örbylgjuofn og uppþvottavél. Bústaðnum fylgir gasgrill, sjónvarp, DVD spilari, útvarp og þvottavél. Ferðabarnarúm er í bústaðnum og barnastóll.

Athugið að stranglega bannað er framleigja bústaðinn til ættingja eða vina. 

Vanræki leigutaki að þrífa vel eftir sig fær hann fá á sig merkingu í orlofskerfinu og getur því ekki bókað hús á vefnum.

Orlofshúsin eru sameign sjóðfélaga, göngum um þau af alúð og sóma. Ef einhverju er ábótavant varðandi umgengni eða viðskilnað fyrri gesta vinsamlegast látið skrifstofu VFÍ vita.

Frá mars 2024 er heimilt að vera með gæludýr í Álfasteinssundi 19.