Þriggja herbergja íbúð í Tröllagili 29 á 3. hæð.

Tröllagil 29 er fjölbýlishús í Giljahverfi, eitt fjögurra háhýsa á Akureyri og blasir það við þegar ekið er um Hlíðarbraut. 

Afnot af sameign; þvottahús.

Íbúðin er nr. 301 og er á þriðju hæð, um 74 fm og er með tveimur herbergjum, stofu og eldhúskrók. Allir algengustu húsmunir og eldhúsáhöld fylgja. Svefnstæði eru fyrir sex: tvíbreitt rúm, eitt einstaklingsrúm, tvíbreiður svefnsófi í stofu og tvær lausar dýnur. Sængur og koddar eru fyrir sex. Sjónvarp og vekjaraútvarp er í íbúðinni. Þvottahús er á hverri hæð en umsjónarmaður afhendir lykla. Hægt er að leigja sængurföt, aukadýnur og sængur. Barnarúm og barnastól má fá hjá umsjónarmanni. Hægt er að fá aðkeypta ræstingu við lok leigutímans. Gjald fyrir ræstingu er eftir samkomulagi við umsjónarmann.

Í Tröllagili gilda allar almennar reglur um umgengni í fjölbýlishúsum. Reykingar og neysla áfengis er ekki leyfð í sameign. Reykingar eru einnig bannaðar í íbúðunum. 

Rúmföt er hægt að leigja á kr. 2.000.- á viku. 

Aukasæng og kodda á kr. 2.000.- á viku.

Aukadýnur kosta kr. 2.000.- á viku. 

Gjald fyrir ræstingu er samkvæmt samkomulagi við umsjónarmann.