Bústaðurinn var tekinn í notun sumarið 2018. Athugið að lóð er ekki fullfrágengin og þarf að gæta að því að ung börn fari sér ekki að boða á þeim hluta pallsins sem er opinn.

Bústaðurinn er um 120 fermetrar, sérlega glæsilegur og rúmgóður, með stórri verönd og heitum potti.

Í bústaðnum eru fjögur svefnherbergi, svefnpláss fyrir 11 manns. (Tvöfalt rúm í þremur herbergjum, tvöfalt rúm og koja í því fjórða, auk svefnpláss á millilofti og í stofu (einbreitt 80 x 250 cm).

Stutt er í einn besta golfvöll landsins, Kiðjabergsvöllinn. 

Þjónustumiðstöðin og tjaldsvæðið er opið frá 23. maí til 31. ágúst. 

https://www.lavavillage.is/thjonustumidstoedin

Í eldhúsi er eldavél með innbyggðum bakaraofni, örbylgjuofn og uppþvottavél. Bústaðnum fylgir gasgrill, sjónvarp, DVD spilari, útvarp með geislaspilara og þvottavél. Barnarúm er í bústaðnum og barnastóll.
 

Á vetrum er hlið að orlofshúsasvæðinu lokað - lykla þarf að sækja á skrifstofu VFÍ.