Athugið að lyklar eru sóttir á skrifstofu Stétt Vest

Ásholt 2 Reykjavík er staðsett rétt austan við Hlemm og er inngangur frá Laugarvegi. Íbúðin er 109 fm á jarðhæð. Þvottavél. þurrkari pg uppþvottavél er í íbúðinni. Almennur búnaður fylgir, þ.m.t nettenging. Sérmerkt bílastæði er í bílakjallara númer 28. Rúmföt og handklæði fylgja íbúðinni. Íbúðin er á annari hæð til hægri og svo til vinstri. merkt Stéttarfélagi Vesturlands. Svefnaðstaða: Þrjú svefnherbergi og svefnaðstaða fyrir 7 manns. Rúm eru 180*200 ( 2 rúm) og 90 x 200 (2 rúm). Auk þessa er eitt gestarúm.  Barnarúm og barnastóll eru á staðnum.

Framsal leigusamnings: Íbúðin er sameign félagsmanna í Stétt Vest - keypt og rekin af félagsmönnum. Við megum ekki framselja leigusamninginn án leyfis félagsins, með því að nota þitt nafn til að leigja íbúðina fyrir einhvern utan félagsins ertu að brjóta m.a á vinnufélögum þínum og öðrum félagsmönnum. Þeir sem eru utan Stétt Vest eiga að leigja íbúðir hjá sínu stéttarfélagi. 

Reykingar og veip: Skiltið um að reykingar og veip séu bönnuð í íbúðinn er ekki til skrauts - reykingar og veip er í alvöru bannað í íbúðinni.

Gleðskapur: Íbúðin er í fjölbýlishúsi - þó við séum í fríi á morgun er ekki víst að aðrir séu það. Virðum reglur húsfélagsins og höfum hemil á gleðinni.

Brottfaraþrif: Ekki er þörf á að skúra yfir gólfin en vinsamlegast gangið snyrtilega frá og hvern hlut á sinn stað og farið með sorp í sorpgeymslu og flokkið.

Athugið að lyklar eru sóttir á skrifstofu Stétt Vest

Neyðarnúmer hjá Sólar er 780 4060 eftir kl 17:00 og um helgar - ath það verður að hringja en ekki senda SMS