1. Aðeins er úthlutað einni viku til umsækjenda hverju sinni.
2. Starfsmenn sem greiða félagsgjöld til Starfsmannafélgs Landspítala eiga rétt á að sækja um orlofshús.
3. Úthlutun um páska og sumarleigutímabils skerðir punktaeign.
4. Leigutaki ber ábyrgð á húsinu og öllum búnaði þess meðan á leigutíma stendur og skuldbindur sig til að bæta það tjón sem verður að hans völdum eða þeirra sem dvelja í húsinu á umsömdum leigutíma.
5. Leigutaka ber að tikynna um allt tjón til skrifstofu félagsins og láta vita ef eitthvað vanar á búnað þess.
6. Orlofshúsin eru leigð yfir sumartímann frá föstudegi til föstudags. Húsin afhendist kl. 16:00 við upphafi leigutímabiils og skal rýmt eigi síðar en kl. 12:00 sama daga og leigutímabili lýkur.
7. Yfir haust og vetrarleigutímabil (frá sept- maí) er heimilt að vera í húsum til kl. 18. á sunnudögum 
8. Ekki er leyfilegt að reykja innan dyra og gæludýr er ekki leyfð nema það sé sérstaklega tekið fram (Borgarsetur. Úthlíð) - það gildir líka fyrir gæludýr gesta. Umsjónarmenn hafa heimild til að vísa fólki í burtu sem brýtur þessa reglu og er þá ekki um neina endurgreiðslu á leigu að ræða.
9. Rúmföt, handklæði,diskaþurrkur og borðklútar fylgja ekki húsunum.
10. Fjarlægja skal sorp úr öllu húsum og íbúðum og flokka og taka með sér eftir því sem við á.

     Göngum vel um húsin okkar og skilum þeim af okkur eins og við viljum sjálf taka við þeim.