Umgengni:
Höfum hugfast að orlofshúsin eru okkar eign, byggð og viðhaldið með okkar framlagi, göngum því vel um hús/íbúðir og alla muni sem þeim fylgja.    

Umgengni lýsir innra manni. Ef eitthvað er athugavert við umgengni eða þrifnað húsanna við komu þá látið umsjónarmann vita strax (eða á skrifstofu félagsins) 

Stranglega er bannað að hafa gæludýr hvers konar í eða við húsin/íbúðina. Undanskilin eru hús 12-14 á Skógarnesi við Apavatn, Litaberg í Miðdal og Kirkjubæjarklaustur B

Brot á reglu um veru gæludýra/húsdýra í eða við orlofshúsin/íbúðirnar getur varðað allt að þriggja ára útilokun í orlofshúsin/íbúðirnar.


Við brottför
Þrífa húsið, grillið og heita pottinn
Takið sjónvarp og útvarp úr sambandi
Athugið hvort allir gluggar séu lokaðir og kræktir
Hurðir vel lokaðar og læstar og lykillinn kominn í lyklaskáp eða til umsjónarmanns
Ekki taka hita af húsinu við brottför

Orlofshúsin og íbúðirnar eru eingöngu til dvalar og samveru leigjanda og gesta hans.

Hvers konar námskeiðahald, kynningar eða annað sem talist getur til atvinnustarfssemi er með öllu óheimil í orlofshúsum og íbúðum Rafiðnaðarsambandsins.

Brot á reglum um umgengi, notkun og frágang við brottför getur varðað allt að þriggja ára útilokun félagsmanns til leigu orlofshúsa/íbúða.


Tæki og tól
Í öllum húsunum eru eldhúsáhöld, sængur og koddar. Einnig eru barnarúm og barnastólar í öllum húsunum.
Nánari upplýsingar um fylgihluti hvers húss og skiptitíma er að finna í leigusamningi sem leigutaki fær við greiðslu.

Nauðsynlegt að taka með
Borðklútar
Diskaþurrkur
Salernispappir
Sængurver
Koddaver
Lök í rúmin
Handklæði