Nýtt hús á tveimur hæðum, byggt í gömlum stíl. Á neðri hæð er anddyri bað, stofa og eldhús auk þess eitt herbergi með hjónarúmi (breidd 152 cm). Á efri hæð eru 2 svefnherbergi, annað með hjónarúmi (breidd 152 cm) og tvö 90 cm rúm í hinu. Húsið stendur fyrir neðan nýju kirkjuna rétt hjá hótelinu og sundlauginni. Óheimilt er að vera með gæludýr í eða við húsið.