Rafiðnaðarsamband Íslands og MATVÍS samnýta tvær eignir á Flórída. Um er að ræða hús á lokaðuðu svæði (e. gated community) þar sem hliðvarsla er allan sólarhringinn. Orlofshúsin eru á tveimur hæðum og eru 5 herbergi í hvoru húsi með svefnplássi fyrir 10 manns. Tvö herbergi með King size rúmi, eitt herbergi með Queen size og tvö herbergi með tveimur einstaklings rúmum hvort. Fjögur salerni eru í húsunum. Sundlaug er við hvort hús auk þess sem leiksvæði er í bílskúrum húsanna. Internet tenging. Grill er í báðum húsum, gestir skulu þrífa þau vel fyrir brottför. Ef gas klárast þarf að fara í næstu búð og kaupa gas, taka kvittun og framvísa til félagsins til endurgreiðslu.

Mjög mikilvægt er að kynna sér reglur um frágang á sorpi og sorptunnum, nánari upplýsingar hér: 

18 holu golfvöllur er innan svæðisins en völlurinn er hannaður af Michael Dasher. Í klúbbhúsi svæðisins er að finna veitingastað, bar, sundlaugar með rennibrautum, tvo tennisvelli og ýmislegt fleira. Því er ljóst að félagsmenn ættu að geta fundið eitthvað við hæfi innan svæðisins.

Félagsmenn geta leigt orlofshús í dagleigu og er ætlast til að leigutímabil sé ekki lengra en 2 vikur í senn en þó er veittur sveigjanleiki á að leigja allt að þrjár vikur að hámarki. Húsið er tilbúið fyrir félagsmann kl. 16:00 og skal yfirgefið í síðasta lagi kl. 10:00 að morgni brottfarardags.

Félagsmenn hafa aðgang að sundlaug og líkamsræktaraðstöðu í "klúbbhúsi" á svæðinu gegn framvísun Arrival pack. Þann 1. maí 2024 tekur gildi þessi regla vegna greiðslu í klúbbhúsi: Gestir hússins sem vilja nota sameiginlega sundlaug og líkamrækt HOA geta einu sinni á leigutímabilinu farið endurgjaldslaust, annars þarf að greiða fyrir notkun á sundlaug og líkamasrækt. Valkvætt er að greiða 40 dollara fyrir vikuna eða greiða daggjald sem er 10 dollarar. (Þeir sem greiða fyrir viku fá litað úlnliðsband) Frítt er fyrir þau sem eru undir 16 ára aldri og eru þá í fylgd með fullorðnum. Ekki er tekið gjald fyrir notkun á tennisvelli eða leikvelli.

Upplýsingar fyrir þá sem ætla sér að spila golf á Flórída má finna á http://www.providence-golf.com  

 Þegar flogið er til Orlando International Airport (MCO) þá tekur það um 40 mínútur að keyra á orlofssvæðið (u.þ.b. 55 km). Einfaldast er að keyra Norður eftir vegi I-A inn á veg 528 WEST til Vesturs frá flugvellinum. Af 528 er farið inn á I-4 á Exit 58 og fylgja skilti sem vísar á Poinciana/Kissimmee og fara á Osceola Polk Line Rd. Því næst er beygt til hægri inn á Lake Wilson Rd. Næst kemur vinstri beygja inn á Ronald Reagan Pkwy. Þegar komið er að gatnamótunum á US-17 þá er beygt til hægri. Þá nálgast þú svæðið Providence og beygir til vinstri inn á svæðið. Þar kemur þú að lokuðu hliði þar sem vörður mun hleypa þér inn.

Auðveldast er að sjálfsögðu að nota GPS tæki eða Google Maps í farsíma (GPS hnit: 28°12´56,5"N 81°33´07.1"W)  Eða Google Maps í farsíma (hugið vel að gagnamagni í farsíma) til þess að finna svæðið og þá er leitað eftir "Rosemont Woods At Providence". Verslanir sem eru nærri svæðinu: Target - 5000 Grandview Pkwy, Davenport, FL 33837, Bandaríkin, Best Buy - 6300 Grandview Pkwy, Davenport, FL 33837, Bandaríkin, Walmart - 36205 US-27, Haines City, FL 33844, Bandaríkin. Það er komin ný verslun nærri: Publix Super Market at Loughman Crossing, 6075 U.S. Hwy 17-92 N, Davenport, FL 33896