Glæsilegt 90 fm. hús með 3 svefnherbergjum og svefnplássi fyrir 10. manns. Í öllum herbergjum eru tvíbreið rúm (stærðir: 167x200cm og 153x200cm) auk þess eru kojur í tveimur herbergjum (stærð: 74x200cm) einnig ferðabarnarúm og barnastóll. - Skylt er að nota sængurlín í öll rúm - Húsin eru búin öllum helstu þægindum s.s flatskjá í stofu og hjónaherbergi, DVD og CD spilara, stórum tvískiptum ísskáp,uppþvottavél, þvottavél, sér baðaðstöðu við heita pottinn. Í húsinu er stórt alrými, hiti í gólfum og vandað hefur verið til allra innréttinga og húsbúnaðar. Á þrjá vegu umhverfis húsið er stór verönd að hluta til undir þaki, heitur pottur, baðhús og geymsla með þvottavél, glæsileg útihúgögn og gasgrill.  Myndlykill er í húsinu og hægt að kaupa tímabundna áskrift að sjónvarpsrásum Stöð 2 og Fjölvarpinu, internet-tenging er í húsinu. Leiðbeiningar eru í húsinu með tengingar.
Húsið er í útleigu allt árið. Óheimilt er að vera með gæludýr í eða við húsið. Öll notkun dróna er bönnuð á orlofshúsasvæðunum, brot á því geta varðað brottvísun af svæðinu.


Aðstaða til leikja og útivistar á svæðinu er glæsileg og opin fyrir alla er svæðið gista. Þarna má finna  fótboltavöll, körfuboltavöll, strand-blakvöll, púttvöll, par 3 golfvöll, stórt "blöðru"trampolín, margs konar leiktæki og margt margt fleira. Veiði er leyfð í vatninu frá bökkum þess og allt að 60 faðma frá landi, á sumrin er hægt að leigja bát hjá umsjónarmanni.