Svignaskarð er í u.þ.b. 17 km fjarlægð frá Borgarnesi þegar ekið er norður þjóðveg nr. 1. Þar eru tvö hús í eigu RSÍ. Á svæðinu eru orlofshús í eigu nokkurra verkalýðsfélaga. Í þjónustuhúsi er umsjónarmaður svæðisins. Húsið er tæplega 60 fm að stærð. Svefnpláss og sængur eru fyrir 10 manns. Í húsinu eru 3 svefnherbergi, hjónarúm (152 cm) í einu og hin tvö eru með koju, neðri kojan er 120 cm og efri 80 cm. Í alrými er stofa borðstofa og eldhús þar sem er stór ísskápur og uppþvottavél. Baðherbergi með sturtu. Við húsið er heitur pottur á rúmgóðri verönd, gasgrill og útihúsgögn. Nettenging er frá Vodafone og uppl/leiðbeiningar eru í húsinu.  Heilsárshús til útleigu allt árið.  

Óheimilt er að vera með gæludýr í eða við húsið. Öll notkun dróna er bönnuð á orlofshúsasvæðunum, brot á því geta varðað brottvísun af svæðinu.

ATH: Í miklu frosti er möguleiki á að heitur pottur virki ekki.