Íbúðir Rafís á Spáni eru tvær. Í strandbænum Torrevieja, á Costa Blanca eða hvítu ströndinni. Íbúðirnar eru á annari hæð í raðhúsakjarna sem gengur undir nafninu Larossa. Íbúðirnar eru 50-60 fm að stærð, tvö svefnherbergi, bað m/sturtu og alrými þar sem er eldhús og stofa. Loftkæling er í íbúðinni sem hægt er að stilla á hita ef þarf yfir vetrartímann. Á þaki er sólverönd og eins lítil verönd við inngang íbúðar. Gistirými er fyrir 4-6 manns þar af tvo í svefnsófa í stofu. Íbúðinni fylgir rúmfatnaður, handklæði og diskaþurkkur. Í eldhúsi er allur búnaður til heimilishalds, örbylgjuofn og uppþvottavél og þvottavél er úti á litlu svölum út af eldhúsi. Sjónvarp með útsendingum íslenska sjónvarpsins ásamt fjölda annara sjónvarpsrása um gerfihnött og internetaðgangur er í íbúðinni. ATH. lykla verður að sækja á skrifstofu okkar áður en haldið er af landi brott. Gjaldfrí bílastæði eru við gangstétt fyrir framan húsið. Staðsetning er mjög góð með tilliti til verslunar og þjónustu. Habaneras verslunarmiðstöðin, Carrefour stórverslunin, fjöldi veitingastaða, leikjasalur, bíó og Aquapark- vatnsrennibrautargarðurinn er allt innan við 10 mín göngufæris. Gríðarstór "föstudagsmarkaður" er í næsta nágrenni opinn alla föstudaga milli kl. 8.00-14.00.  Einungis um 15 mín gangur er í miðbæ Torrevieja þar sem finna má Tívolí, veitinga staði,útmarkað, fjölda verslana og margt fleira. Um 20-30 mín. gangur er niður að strönd. Innan hálfs annars tíma fjarlægðar eru margir staðir sem vert er að heimsækja t.d. Río Safari dýragarðurinn, Terra Mitica skemmtigarðurinn og fjalla þorpið Guadalest.  Ótalinn fjöldi glæsilegra golfvalla er á Costa Blanca svæðinu og óhætt er að kalla svæðið "paradís golfarans".


Íbúðirnar eru til útleigu allt árið og eru bókanir frjálsar fyrir félagsmenn.

Leigutímabil frá páskum og til loka september er tvær vikur í senn. Yfir "vetrartímann"  (byrjun október -páska næsta árs) er leigugjald allt að 50% lægra og leigutími eftir þörfum hvers og eins. Sérlega hentugt fyrir eldri félaga sem komnir eru á eftirlaun. Veðurfar er ákaflega milt og meðalhiti sumars 25-30° en að vetri 10-16° þegar kaldast er. Íbúðirnar er í 42 km. fjarlægð frá flugvellinum í Alicante.

Frekari upplýsingar um reglur, verð og bókunartímabil er að finna á orlofsvefnum undir - Upplýsingar -