Muna 14 – lýsing
Íbúð 14 er á jarðhæð í Recidencial Muna Spa Resort kjarnanum í Los Dolses hverfinu með aðgengi að fallegum sameiginlegum garði með tveimur sundlaugum, líkamræktarsal, sauna og innisundlaug. Íbúðin er mjög vel skipulögð og vel búin, stór flísalögð verönd er út frá stofunni og þaðan er hægt að ganga beint niður í sundlaugargarðinn. Matvöruverslanir og veitingastaðir eru í göngufæri og stutt að skreppa á ströndina, á markaði, Villamartin Plaza, flotta golfvelli, La Zenia verslunarmiðstöðina og niður á göngugötuna í Cabo Roig. Stofa, eldhús Falleg björt stofa ásamt borðstofu og opið er inní eldhúsið. Í stofunni er góður sófi sem einnig er svefnsófi, frá stofu er rennihurð út á rúmgóða verönd með borði, stólum, sófum, sólbekkjum, Weber gasgrilli og góðri aðstöðu til að njóta blíðunnar. Eldhúsið er bjart og vel búið með ísskáp, uppþvottavél, kaffivél, brauðrist, blandara, samlokugrilli, hrærivél, hraðsuðukatli og helstu áhöldum til matargerðar.
2 Svefnherbergi Íbúðin er með tveimur svefnherbergjum og einnig er barnaferðarúm. Hjónaherbergið er með hjónarúmi, fataskáp og innangengt er inná baðherbergi með sturtu. Frá hjónaherbergi er rennihurð út í bakgarðinn og þar kemur morgunsólin upp. Gestaherbergi er með tveimur einstaklingsrúmum og fataskáp. Bæði svefnherbergin eru með loftkælingu. Sængur eru í íbúðinni sem gott er að nota á vorin og yfir vetrartímann. 2 Baðherbergi Innaf hjónaherbergi er baðherbergi með salerni, vaski, sturtu og innréttingu með skúffum. Hitt baðherbergið er á gangi þegar komið er inn í íbúðina, þar er salerni, vaskur, sturta og innrétting með skúffum. Baðhandklæði fylgja hverri leigu, eitt stórt og eitt lítið fyrir hvern gest og einnig er hárblásari. Gestir eru þó beðnir um að koma með sín eigin handkæði til sólbaða og til að taka með á ströndina.
Verönd, sundlaugargarður og líkamsrækt Frá stofu er rennihurð út á rúmgóða flísalagða verönd, þar eru sólbekkir, borð, stólar, Weber gasgrill og sófasett. Þarna er frábær aðstaða fyrir gesti til að borða úti og njóta blíðunnar. Veröndin snýr í suðurátt og því ekki þörf á að fara út fyrir svalirnar til þess að njóta sólarinnar. Í sameign er sundlaugargarður með tveimur sundlaugum í lokuðum og læstum garði sem aðeins gestir hafa aðgang að, þar eru sundlaugar og sturtur. Þarna er góð aðstaða til að sóla sig og njóta veðurblíðunnar á Spáni. Einnig er frábær líkamsræktaraðstaða í sameigninni með sauna, innisundlaug og sturtum. Garðurinn er einstaklega fallegur og mjög fjölskylduvænn.
|