Innskráning
 
MIÐASALA
AFSLÁTTUR
FERÐAÁVÍSUN
UPPLÝSINGAR
Tímabilið sept. - des. er opnað fyrsta virkan dag í júní kl.13.00. 3. Júní
Greiðsla
Yfirlýsing:
Greiðslur fara fram í gegnum örugga greiðslusíðu hjá VALITOR. Upplýsingar um greiðanda eru framsendar á kortakerfi VALITOR og engar upplýsingar um kortanúmer eru slegnar inn á vefsvæði orlof.is/fit Ef upp kemur eitthvert vandamál þá er hægt að fá nánari upplýsingar með því að senda póst á fit@fit.is eða hringja á skrifstofu félagsins í síma 540 0100. Eftir að greiðslu er lokið verður samningur um orlofshús ásamt kvittun send til umsækjanda í uppgefið tölvupóstfang. AFBÓKUN OG ENDURGREIÐSLA Afpöntun þarf að berast í tölvupósti á netfangið fit@fit.is eins fljótt og auðið er. Ef hætt er við leigu er tekin út bókun á húsinu og þar með losað fyrir aðra leigjendur. Við auglýsum einnig húsið laust á heimasíðu félagsins og á facebook síðu félagsins. Ef upp kemur aðfinnsla varðandi orlofshús bendum við félagsmönnum góðfúslega á að hafa samband strax við umsjónarmann svo að hægt sé að laga aðfinnsluna. Aldrei er þó endurgreitt ef félagsmaður notar umsóknartímann sinn í orlofshúsinu og hefur ekki samband við umsjónarmann svo að hægt sé að laga aðfinnsluna. Ef ekki næst að endurleigja er ekkert endurgreitt. Endurleigist húsið er endurgreidd inneign hjá viðkomandi á orlofsvef FIT. Endurgreitt er hlutfallslega eftir því hve mikið endurleigist. Punktar vegna sumarleigu eru bakfærðir ef endurleiga á sér stað. BREYTINGARGJALD Fyrir breytingar eða afpöntun á öllum bókunum á orlofsvef er tekið breytingargjald kr. 3.000.- Reglur um endurgreiðslu ef hætt er við leigu á húsinu í Orlando Sé afbókað áður en 8 mánuðir eru í leigu er haldið eftir breytingargjaldi. Sé afbókað síðar en meira en 6 mánuðir eru í leigu skal halda eftir 25% af leigu. Sé afbókað síðar en meira en 4 mánuðir eru í leigu skal halda eftir 50% af leigu. Sé minna en 4 mánuðir í leigu er ekkert endurgreitt. Endurleigist húsið allt afbókunartímabilið er endurgreitt allt nema breytingagjald. Endurleigist húsið hluta af afbókunartímabilinu er breytingargjald dregið af og endurgreitt hlutfallslega. Breytingargjald Fyrir breytingar eða afpöntun á öllum bókunum á orlofsvef er tekið beytingargjald kr. 3.000.-
Greitt af öðrum en félagsmanni
© Allur réttur áskilinn. Keyrt á hugbúnaði frá AP media ehf.