ATH sækja þarf lykla á skrifstofu FFÍ 

 

Húsið stendur við Holtaland 8 í Hálöndum, svæði ofan byggðar við Hlíðarfjall. Húsið er útbúið 3 svefnherbergjum með 2 tvíbreiðum rúmum og 2 enbreiðum og 2 dýnukubbun.Húsið er búið öllum helstu heimilistækjum útihúsgögnum og grilli. Í húsinu er pottur inni/úti og öll aðstaða til fyrirmyndar. 6 mínútur tekur að keyra á Ráðhústorg og 3 mín í næstu verslun. Húsið er sérbýli með frábæru útsýni og stutt í næsta golfvöll. Aðstaða til geymslu á skíðum og fatnaði í geymslu.

Athugið að enn standa yfir framkvæmdir á svæðinu og verið að byggja fleiri hús og því kann að vera ónæði vegna vinnuvéla og iðnaðarmanna. Gatan verður malbikuð í sumar sem og bílastæði og lóð kláruð. Flugfreyjufélagið fer þess á leit við félagsmenn sem gista í húsinu að taka tillit til þess og virða vinnu þeirra. Vinna við lóð sem tilheyrir húsi FFI er ekki full kláruð og er því er lóðin alls ekki barnvæn, vinsamlega látið því börn ekki vera ein að leik meðan lóðin hefur ekki verið kláruð.