Húsið er 86,8 fm og var hannað sérstaklega með það í huga að henta fólki með skerta hreyfigetu. 
Í húsinu eru rafknúnar gardínur, ljós, gluggar og hurðar og engir þröskuldar. 3 svefnherbergi eru í húsinu.
Hér er skjal sem fer yfir allan hjálparbúnað í húsinu. 

Aðgengi að húsinu:
Aðgengi að húsinu (staðsetningu hússins) er malarvegur með miklum halla sem erfitt er að komast yfir nema með bíl.
Það sama á við um vegina á svæðinu frá aðalvegi að húsi en það er rúmgóð verönd umhverfis húsið með upphituðu bílastæði og góðu aðgengi að útidyrahurð.

Forstofa:

Rafknúin dyraopnun er á útidyrahurð.
Forstofan er með fatahengi og skóhillu ásamt skáp með helstu hreinsiáhöldum.
Á veggnum er fjarstýring fyrir heita pottinn.

Herbergi 1 (11,3 fm):

Í herberginu er sjúkrarúm (Qvintett 90 cm x 200 cm) með rúmgálga og rafknúinni fótalyftu (Qurir) ásamt hækkanlegu og lækkanlegu hliðarborði. 
Einnig er einbreitt rúm sem er 90 cm x 200 cm. Útgengt á verönd úr herberginu, rafknúinn gluggi og gardínur.

Herbergi 2 (9 fm):

Tvíbreitt rúm er í herberginu (2 dýnur saman, 90 cm x 200 cm hvor), náttborð og fataskápur. 
Útgengt á verönd úr herberginu og opnanlegur gluggi.

Herbergi 3 (5,4 fm):

2 kojur eru í herberginu, náttborð og ferðarúm fyrir barn ásamt opnanlegum glugga. 
Efri kojan er 80 cm x 200 cm og neðri er 120 cm x 200 cm.

Baðherbergi (5,8 fm):

Inn á baðherbergi er rafknúið skolsalerni (Geberit Aquaclean Sela) með fjarstýringu og veggstoðum. 
Góður vaskur, handklæðaofn og veggfestur skápur. 
Í sturtunni er sturtustóll með baki og örmum og veggfest handföng. 
Útgengt er á verönd af baðherberginu.

Stofa:

Út úr stofunni er útgengt út á verönd með rafknúinni dyraopnun.
Rafknúnar gardínur, sjónvarp, skenkur, rúmgóður leðursófi og sófaborð.
Frítt internet er í húsinu.

Eldhús:

Eldhúsinnréttingin er með upphækkanlegu eldhúsborði með vaski og eldavél og fjarstýring til að stýra eldhúsviftu (Eico).
Bakaraofn og innbyggður ísskápur ásamt örbylgjuofni og helstu raftækjum í eldhúsi.
Eldhúsborð, 6 borðstofustólar og borðbúnaður fyrir 10 manns.  

Verönd:

Á verönd er heitur pottur, garðhúsgögn (f 6 manns) og grill.

Geymsla:

Í geymslunni má finna standlyftara Sara Flex, flutningsbelti í stærð Large og veggfest hleðslutæki fyrir standlyftarann.
Einnig er sambyggð þvottavél og þurrkari.
Tuskur, viskustykki, moppur, klósettpappír og hreingerningarefni má finna í húsinu.

Þjónustumiðstöð: 

Er í nágrenni við húsið en er ekki með aðgengi fyrir hreyfihamlaða þar eins og er.

Lyklar & veghlið: 

Lyklar eru í lyklaskáp við útidyr.
Brýnt er að orlofsgestir setji lykil aftur í lyklabox þegar dvöl er lokið.
Aðgangsnúmerið af veghliði er það sama og númerið af lyklaboxinu.

Þrif: 
Afar mikilvægt er að þrífa vel eftir dvöl og fylgja þá þeim leiðbeiningum sem eru í húsinu.
T.d. að tæma uppþvottavél, ísskáp, frysti og þrífa bakarofn, heita pott og grill vel.
Umsjónarmenn yfirfara húsin eftir hverja dvöl.

Leigt lín & keypt þrif: 

Þvottur & Lín bjóða upp á leigu á líni (rúmföt og handklæði) og þrifum fyrir sjóðfélaga.
Hægt er að fá upplýsingar um verð og afhendingu með því að senda póst panta@thvotturoglin.is eða hringja í síma 846-0845.
Athugið að panta þarf lín og/eða þrif með a.m.k. 2 daga fyrirvara. Sjóðfélagar panta þrif og lín sjálfir og greiða fyrir þau beint til þjónustuaðila.